Fara í efni

Greinasafn

2019

Í DERRY: HEIMSÓKN INN Í LIÐNA TÍÐ SEM ÞÓ ER SVO NÆRRI

Í DERRY: HEIMSÓKN INN Í LIÐNA TÍÐ SEM ÞÓ ER SVO NÆRRI

Mér var það merkileg reynsla að koma til Derry á Norður-Írlandi. Mín kynslóð ólst upp við fréttir af stríðsátökum þar óþægilega, og að okkur fannst, ótrúlega nærri okkur; að  borgarastyrjöld skyldi háð á Norður-Írlandi var óraunverulegt, líkt og það síðar varð undarlegt og óraunverluegt þegar Austurvöllur logaði í bókstaflegum skilningi haustið 2008 og í upphafi árs 2009 þegar fjármálakerfi Íslnds féll fyrir hendi glæframanna.  Allt getur gerst ef fólki finnst ranglætið vera orðið óbærilegt. Og óbærilegt var það á Norður-Írlandi undir ...  

TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...
ÁRÁSINNI Á ROJAVA MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI

ÁRÁSINNI Á ROJAVA MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI

Ég er þessa stundina staddur á Norður-Írlandi, nánar tiltekið í Derry, þar sem ég tók þátt í fundi/ráðstefnu um heimsvaldastefnuna undir fyrirsögninni  Imperialism on Trial. Ég náði rétt fyrir brottför mína á laugardag að sækja útifund á Austurvelli til mótmæla árás Tyrkja á byggðir Kúrda í Rojava norðanverðu Sýrlandi.   Salah Karim og félagar stóðu fyrir fundinum þar sem innrásinni var kröftuglega mótmælt svo og ofbeldi og fasisma hvar sem hann birtist.   Með fundarstaðnum var óbeint minnt á hlutdeild okkar Íslendinga ...
RÖKRÉTT VIÐBRÖGÐ KATRÍNAR

RÖKRÉTT VIÐBRÖGÐ KATRÍNAR

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.10.19. Niðurstaða er vonandi að fást í hin skelfilegu Guðmundar- og Geirfinnsmál þótt enn sé ekki ljóst hverjar lyktir verða. Það er komið undir Alþingi, sem fer með löggjafar- og fjárveitingavald, en í hendur þess er nú komið þingmál frá hendi forsætisráðherra. Einnig er sú leið opin að dómstólar kveði upp endanlegan dóm um skaðabætur. Hver hefur verið gangurinn í þessu máli? Árum saman var það látið danka og öllum tilraunum til endurupptöku hafnað. Á árinu 2011 er hins vegar ákveðið af hálfu framkvæmdavaldsins að ...

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

...  Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „ shared competence “ [ eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann ]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...
TIL AÐ FYRIRBYGGJA ALLAN MISSKILNING

TIL AÐ FYRIRBYGGJA ALLAN MISSKILNING

Í gær fagnaði ég yfirlýsingu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra Íslands, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, þar sem árás Tyrkja á Rojava í Norður Sýrlandi er fordæmd. Ánægja mín stendur óhögguð – svo langt sem það nær. En þar skilja leiðir eins og kannski við var að búast.   Í Morgunblaðinu í dag sér ráðherrann, þá væntanlega einnig fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, ástæðu til að taka það skýrt fram að hér sé ekki á nokkurn hátt verið að halla orði á NATÓ eða Bandaríkin. Bandaríkin hafi ekki ...

ÓBÆRILEG GÓÐMENNSKA Á ALÞINGI OG UM TRAUST

Svartast á þingi settist rykið, sá því um langan veg. Göfuglyndi er grátlega mikið, góðmennska óbærileg. ... Kári    
FRÉTTABLAÐIÐ FELLUR Á PRÓFINU

FRÉTTABLAÐIÐ FELLUR Á PRÓFINU

Birtist í Fréttablaðinu 10.10.19. ...  Getur það verið að svo sé komið að við sem tökum þátt í alþjóðlegri umræðu um málefni sem snerta samfélög og lýðræði á öðrum forsendum en ákveðin er í höfuðstöðvum Evrópusambandsins þurfum að sæta aðkasti – ekki vegna rökstuðnings okkar og málafylgju heldur fyrir að vera í röngu liði og fyrir vikið kölluð fábjánar sem bulli út í eitt. Er það þetta sem Fréttablaðið ætlar framvegis að bjóða lesendum sínum?    ...
ÍSLAND FORDÆMIR ÁRÁSARSTRÍÐ TYRKJA

ÍSLAND FORDÆMIR ÁRÁSARSTRÍÐ TYRKJA

Í viðræðum sem ég átti í dag við fulltrúa Kúrda í Strassborg þótti mér gott að geta sagt að íslensk stjórnvöld hefðu þegar mótmælt árásarstríði Tyrkja á hendur Kúrdum í Rojava í Norður-Sýrlandi ... Yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra Íslands, voru engu að síður afdráttarlausar og fyrir það er þakkað. Nú ber að fylgja þessu eftir. Ofbeldið verður að stöðva.   Ríkisstjórnin hlýtur að ræða þann kost að slíta stjórnmálasambandi við Tyrkland ...

ÞINGMAÐUR LEITAR HÚSRÁÐA VEGNA ÞVAGSÝRU-GIGTARKASTS Í STÓRU TÁ

Þvagsýrugigt nú þingmaður hefur Þrautir í tánum og mikið því sefur fíflablöð tekur lítið ´ann ekur og Facebook húsráðin Ása gefur. Höf. Pétur Hraunfjörð.