Fara í efni

Greinasafn

2020

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ... Sunna Sara

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3.  Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „ Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær “ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ...  
ÞJÓÐIN DÆMIR SPILAKASSA ÚR LEIK

ÞJÓÐIN DÆMIR SPILAKASSA ÚR LEIK

85,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök áhugafólks um spilafíkn vilja að spilakassar verði lokaðir til frambúðar. Þarf að segja meira?  Hér ein frétt af ...
KVÓTANN HEIM 12 Á SUNNUDAG

KVÓTANN HEIM 12 Á SUNNUDAG

Þeir eru orðnir all margir  Kvótann heim   þættirnir á sunnudögum klukkan 12. Enn verður bætt í og nú litið á eignatengsla-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Einnig verður rætt við sjávarlíffræðing um rannsónir á vistkerfi neðansjávar. Síðastliðinn sunnudag brást tæknin þannig að ekki var hægt að dreifa þættinum á feisbók og youtube útgáfan brást einnig. Við látum ekki deigan síga og verðum enn á okkar stað - fyrst á feisbók og síðan verður efnið aðgengilegt á youtube.  https://kvotannheim.is/  

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér. Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili. Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ... Jóhannes Gr. Jónsson

UM STJÓRNARSKRÁ DJÚPRÍKISINS OG FLEIRA

Útgerð fær án endurgjalds, auðinn kvóta hylja. Draga tauminn dýpra valds, drekkja þjóðarvilja. ... Kári

MEÐ AUGUM TÁRVOTUM

Kapítalisminn er kominn að þrotum kemur ei lengur að nokkrum notum lítill er gróði misnota sjóði og væla út fé með augum tárvotum. Höf. Pétur Hraunfjörð.

Á FERÐ UM LÍFIÐ

Með fagurgölum og fuglasöng ferðumst í gegnum lífið Kannski verður kreppan löng upp kærleikann því hífið. Höf.Pétur Hraunfjörð.
UPPVAKNINGUR FRÁ KALDA STRÍÐINU MINNIR Á AÐ KOSNINGAR NÁLGAST

UPPVAKNINGUR FRÁ KALDA STRÍÐINU MINNIR Á AÐ KOSNINGAR NÁLGAST

Ömurlegt er að fylgjast með leiksýningunni í kringum Helguvíkurhöfn. Gamall kaldastríðsdraumur um herskipahöfn í Helguvík birtist landsmönnum nú sem uppvakningur.   Vakinn upp liggur mér við að segja því draugurinn þjónar tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn segir að gera verði allt til að “vernda landið” og ef til þess þurfi herskipalægi þá sé það hið besta mál. Skilja má að Guðlaugur Þór ...

ICELANDAIR-KJARADEILAN OG STÉTTABARÁTTAN EFTIR COVID

...  Samstaðan er fjármagn hins fátæka. Akkúrat núna er lífsspursmál í harðnandi aðstæðum stéttabaráttunnar að öll stéttvís launþegasamtök stilli sér upp við bakið á Flugfreyjufélagi Íslands. Ég hef því miður ekki séð neinar ályktanir í þá veru ...