ÓSKIR UM GLEÐILEGA PÁSKA
12.04.2020
Fjölmiðlar sýna margir hverjir sínar bestu hliðar á páskum. Það hefur Ríkisútvarpið jafnan gert. Ekki er verra þegar tínt er til eldra efni þótt mikilvægt sé að viðhalda framleiðslu á gæðaefni. Megas og Ævar Kjartansson voru góðir á föstudaginn langa ... Útvarpið var með Jóhannesarpassíu Bachs í nýstárlegri útsetningu Benedikts Kristjánssonar tenórsöngvara, upptöku frá Hallgrímskirkju frá því í mars síðastliðnum. Vel til fundið, þótt einnig hefði mátt sjónvarpa beint frá Tómasarkirkjunni í Leipzig þar sem ...