Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.11.24.
... En nú spyr ég borgarstjórann beint: Hvernig væri að láta gamla arfleifð, sem byggir á því að gefa útvöldum veiðileyfi á landsmenn, sigla sinn sjó og horfa þess í stað til þess sem Íslendingar hafa oft gert svo ágætlega - að reka það sem almennings er í þágu þessa sama almennings og einskis annars? ...
Hugtakið rökhugsuður er ekki nýtt af nálinni. Hins vegar eru á okkar tímum rökhugsuðir allt of fágætir. Þorsteinn Siglaugsson heimspekingur er hins vegar einn slíkur. Í gær sótti ég kynningu á nýrri bók eftir Þorstein sem ber heitið FRÁ ÓVISSU TIL ÁRANGURS - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir ,,,
Í dag voru afhent í Oslo Alvöru friðarverðlaun Nóbels (Real Nobel Peace Prize) og hlaut þau friðarsinninn og stríðsandstæðingurinn David Swanson sem starfar hjá samtökunum World BEYOND War. Þessi verðlaun eru veitt í fyrsta sinn í ár en ...
Á þingi Norðurlandaráðs í Reykavík í síðustu viku ræddu ráðherrar Norðurlanda einkum varnarmál og lýstu yfir stuðningi við «siguráætlun» Zelenskýs í Úkraínustríðinu. Studdu þeir þar með ósk hans um tafarlausa aðild að NATO og ...
... Í þessum baráttuanda hvet ég alla til að þeyta bílhorn eða hringja bjöllum klukkan eitt í dag – á eineltisdaginn – til að minna okkur sjálf á eigin ábyrgð og samfélagið allt að sama skapi. Á myndinni er lítil bjalla frá Nepal að ég held, sem góð vinkona mín gaf mér. Í þessa bjöllu frá Himalaja fjöllunum slæ ég klukkan eitt ...