Fara í efni

,,FRÁ LANDSBYGGÐINNI‘‘ : KVÓTANN HEIM Í HÉRAÐ!

Landsbyggðina hér lögðu í rúst fyrir liðlega þrjátíu árum Þá notaði elítan klíku og kúst og kynntu undir sárum auðlindina. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
DAGURINN Í DAG - LAUGARDAGURINN 11. JANÚAR – ER DAGURINN

DAGURINN Í DAG - LAUGARDAGURINN 11. JANÚAR – ER DAGURINN

Laugardags-hádegisfundurinn sem boðað er til að þessu sinni hefst kl. 12 og er í Safnahúsinu eða Þjóðmenningarhúsinu (eins og margir kalla það) við Hverfisgötu í Reykjavík. Umfjöllunarefnið er   Kvótann heim – gerum Ísland heilt á ný ...  Á fundinum mun Gunnar Smári Egilsson , blaðamaður, halda erindi en að því loknu gefst færi á að koma á framfæri spurningum og stuttum athugsemdum.   Fundurinn stendur aðeins í rúman klukkutíma enda ekki hugsaður sem langur umræðufundur heldur sem kveikja að frekari umræðu ...  Sjá nánar ...

LANDINN KALLAR KVÓTANN INN

Þá landinn kallar kvótann inn þá kafnar elítu valdið Þá lagast hagur þinn og minn Þá hækkar veiðigjaldið.   ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
FUNDUR UM KVÓTANN Á LAUGARDAG TIL UMRÆÐU

FUNDUR UM KVÓTANN Á LAUGARDAG TIL UMRÆÐU

Fyrirhugaður hádegisfundur á laugardag í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík hefur vakið áhuga margra og er það vel.Fjöldi gamals baráttufólks (úr mismunandi stjórnmálaflokkum) hefur haft samband og fagnað því að umræða um kvótamálin skuli nú sett á dagskrá að nýju með afgerandi hætti. Mín tilfinning er sé að einmitt það sé að gerast ...

PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...
ALÞINGIS AÐ FÆRA KVÓTANN HEIM – ALMENNINGS AÐ KREFJAST ÞESS

ALÞINGIS AÐ FÆRA KVÓTANN HEIM – ALMENNINGS AÐ KREFJAST ÞESS

Kvótakerfið er ekki eins gamalt og margir ætla. Kerfið í núverandi mynd bjó Alþingi til fyrir aðeins þrjátíu árum. Margir bundu vonir við þetta kerfi, aðrir vöruðu við. Nú er það í verkahring stjórnmálanna að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna, vega þær og meta og breyta því sem breyta þarf … Sjá nánar:   https://www.visir.is/g/2020200109565/althingis-ad-faera-kvotann-heim-almennings-ad-krefjast-thess
KVÓTANN HEIM!

KVÓTANN HEIM!

Sennilega hefur ekkert mál skekið íslenskt samfélag eins mikið á undanförnum þrjátíu árum og kvótakerfið eftir að framsal á kvóta var heimilað í byrjun tíunda áratugarins. Þetta hefur leitt til byggðaröskunar og aukinnar misskitpingar í þjóðfélaginu.  Nú þarf að gera Ísland heilt á ný. Það gerum við með því að ...
RAFMAGNIÐ RÆTT Í ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐI

RAFMAGNIÐ RÆTT Í ÞJÓÐARÖRYGGISRÁÐI

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 04/05.01.20. Einhvern tímann las ég athyglisverða frásögn um rafmagnsleysi í New York. Blaðamaður kortlagði daginn hjá íbúa á efstu hæð í skýjakljúfi.   Þegar hann yfirleitt komst út af heimili sínu mátti hann þakka fyrir að komast aftur til síns heima í lyftulausu háhýsinu. Allir þeir sem áttu við einhverja kvilla að stríða voru hins vegar innilokaðir. En heim kominn, við illan leik eftir stigana, tók ekki betra við ...
HERNAÐARUPPBYGGINGIN Í KEFLAVÍK ER FYRIR HANN

HERNAÐARUPPBYGGINGIN Í KEFLAVÍK ER FYRIR HANN

Íslensk stjórnvöld hafa fallist á að hefja hernaðaruppbyggingu í Keflavík að nýju sem kunnugt er. Það er gert að ósk NATO og helstu forystumanna þar, Donalds Trumps og fleiri vina Alþingis Íslendinga, sem mér er sagt að standi nær einhuga að baki þessum áformum. Trump lítur á sig sem verndara að hætti hnefaleikakappans Rocky og birtir myndir af sjálfum sér þar sem hann ...
ÁSKORUN – APPEAL

ÁSKORUN – APPEAL

Ég ætla að leyfa mér að setja fram áskorun – I allow myself to make an appeal to you to support two artists, a soprano singer,  Hlín Pétursdóttir Behrens , and a classical guitarist,   Ögmundur Þór Jóhannesson , on Karolinafund. The following is what you get. Eftirfarandi fær stuðningsfólk í sinn hlut. Svo er bara hægt að veita stuðning (munar um stórt að sjálfsögðu en líka smátt þegar saman kemur) ...