Fara í efni
GLÆSILEG INNKOMA Á DALVÍK

GLÆSILEG INNKOMA Á DALVÍK

Forsvarsmenn Samherja birtust á Dalvík til að ávarpa stafsmenn fyrirtækisins þar. Í dramatískri innkomu lýsti Þorsteinn Már, forstjóri (þar til nýlega), því yfir, nánast kominn á krossinn með látbragði sínu, hve yfirkominn hann væri af þeirri óskammfeilnu árás sem gerð hefði verið á þau sem þarna væru, starfsfólk Samherja. Lýsti hann fullri samstöðu með fólkinu. Björgólfur, starfandi forstjóri, ætlar ekki heldur að bregðast fólkinu sem ...
FRED MAGDOFF Í MÁLI OG MYND

FRED MAGDOFF Í MÁLI OG MYND

Til umhugsunar er sú ábending Freds Magdoffs á opnum fundi í Þjóðmenningar-/Safnahúsinu í Reykjavík á laugardag að kerfi sem hugsar fyrst um gróða og síðan (ef þá nokkuð) um notagildi - þar sem fjárfesting í einkavæddu heilbrigðiskerfi er metin með tilliti til þess hverju hún skilar í vasa fjárfesta, ekki í heilsu sjúklinga, svo dæmi sé tekið – slíkt kerfi sé ófært um að ráða við umhverfisvandann. Einfaldlega vegna þess að það viðfangsefni er neðar á forgangslistanum en að skila fjárfestum arði. Hvati til útþenslu – að skila meiri vexti/gróða á morgun en í dag – er innbyggt I kapítalismann. Nú þurfi, sagði Fred Magdoff, að ...
BERLÍNARMÚRINN FELLUR: HVAÐ NÚ 30 ÁRUM SÍÐAR?

BERLÍNARMÚRINN FELLUR: HVAÐ NÚ 30 ÁRUM SÍÐAR?

Hinn níunda nóvember, þegar menn minntust þess að 30 ár væru liðin frá falli Berlínarmúrsins, flutti ég erindi á ráðstefnu sem  Institute of Cultural Diplomacy , ICD, efndi til í Berlín. Í erindinu vék ég að frelsinu sem menn fögnuðu fyrir 30 árum –   tjáningarfrelsi, frelsi til frjálsrar farar   … og spurði hvar við værum nú stödd í því samhengi. Hvað segja menn til dæmis um   aðförina að Julian Assange og Wikileaks?  ...

ÓMÆLDUR ER SKAÐINN

Björgunarsveitin var boðuð á staðinn Björgólfur mætti hugmyndum hlaðinn Samherja huggar ráðin þar bruggar ómældur er samt þjóðfélags skaðinn. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
SPURNING SETT VIÐ KAPTÍTALISMANN!

SPURNING SETT VIÐ KAPTÍTALISMANN!

Frískandi að heyra mann tala um sósíalisma án þess að reyna að biðjast afsökunar á sjálfum sér og skoðunum sínum. Kapítalisminn er búinn að kafkeyra heiminn en fáir þora að rísa upp og tala gegn þessu fyrirkomualgi – þessu skipulagi á mannlegu samfélagi. Fred Magdoff talaði fyrir fullu Þjóðmenningarhúsi í dag og dróg hvergi af sér. Eflaust voru ekki allir honum sammála en allt að því grunar mig! Þó ætla ég ekkert að fullyrða um það. Máli skiptir að ræða umhverfismálin í samhengi við efnahagskerfið. Svo gætum við líka farið að ...
ALVÖRU FRÉTTAMAÐUR SKRIFAR

ALVÖRU FRÉTTAMAÐUR SKRIFAR

Ég hvet lesendur til að lesa grein eftir Jonathan Steele, fyrrum helsta sérfræðing breska stórblaðsins Guardian í alþjóðamálum. Hann er kominn þaðan núna (enda Guardian kannski ekki eins eftirsóknarverður fjölmiðill og hann eitt sinn var, en Jonathan Steele er það svo sannarlega). Hér skrifar JS um rannsóknir á meintri eiturefnaárás á Douma í Sýrlandi í apríl á síðasta ári sem varð þess valdandi að við (Íslendingar) og aðrar NATÓ þjóðir ákváðum að hefna með árásum á Sýrland. Vegna hlutdeildar okkar I árásarhernaði NATÓ ber okkur skylda til að setja okkur vel inn í þessi mál ...

ÞEGAR MAFÍU-GRÁTT VERÐUR MAFÍU-SVART

Í mafíu hlæja þeir margir dátt, magnað þvættið keyra. Það sem var einungis öskugrátt, alltaf dökknar meira. ... Kári

SAMHERJI Á AFRÍKUVEIÐUM

Þarna eru sorgleg svikafól eiga sér fáa líka Ránshendi fóru um fátæk ból og gerðu sig ríka. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
LÁTUM HRISTA UPP Í OKKUR

LÁTUM HRISTA UPP Í OKKUR

... Fred Magdoff, prófessor í jarðvegsfræði við Vermontháskóla í Bandaríkjunum, hefur skrifað mikið um þessi efni. Hann segir að nú þurfi að velja á milli lífs og dauða, hvorki meira né minna. Hagvaxtarknúið hagkerfi kapítalismans verði að víkja fyrir nýrri hugsun! Eru þetta ekki öfgar? Ekki ef málið raunverulega snýst um líf og dauða. Þá liggja öfgarnar í kerfi sem leiðir okkur í dauðann en varla í hugsun sem tryggir okkur líf. Fred Magdoff heldur fyrirlestur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík klukkan 12 á laugardag... 

VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...