
ÞAÐ MÁ OG Á AÐ GAGNRÝNA DÓMSKERFIÐ
11.04.2025
Birtist í Morgunblaðinu 11.04.25.
Ráðherra í ríkisstjórn gagnrýndi nýlega dómstóla landsins og kvaðst hafa misst trú á réttarfarinu. Ekki var um það að ræða að ráðherrann myndi ekki hlíta dómsúrskurðum, aðeins að sér þættu dómar iðulega ranglátir. Látum inntakið, það er að segja tilefni gagnrýni ráðherrans, liggja á milli hluta, hugleiðum aðeins hitt sem olli hvað mestu uppnámi, ekki síst í stétt dómara sem þótti að sér vegið ...