17.07.2007
Ögmundur Jónasson
Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi VG í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún minnir á stefnu VG í raforkumálum og varar við því að halda út á einkavæðingarbrautina með grunnþjónustu samfélagsins. Svandís segir að með yfirlýsingu sinni vilji hún vekja athygli "á stórvarasamri stefnu og hættulegu fordæmi..." Mér er kunnugt um að Svandís sendi yfirlýsingu sína forsvarsmönnum OR fyrir stjórnarfund þar á bæ í gær jafnframt því sem yfirlýsingin var send fjölmiðlum.