ÞAÐ SEM ÞEIR VILDU FÁ VAR EKKI TIL SÖLU
01.04.2013
Fyrisögnin er úr dagblaði um 1970 á dögum deilunnar um Laxárvirkjun. Hún endurspeglar afstöðu fólks til virkjunarinnar enda þekkjum við nú hver framvindan varð, menn tóku sig til og stöðvuðu framkvæmdir með miklum hvelli - dýnamítsprengingu í stíflunni sem þá var í smíðum.