Fara í efni

Greinasafn - Greinar

September 2020

FÓR HANN ALDREI?

FÓR HANN ALDREI?

Í gær kvað Hæstiréttur Spánar upp þann úr skurð að Quim Torra, forseti ríkisstjórnar Katalóníu, væri settur af í hálft annað ár, 18 mánuði. Sakarefni: Í spænsku þingkosningunum í fyrra, 2019, hafi hann neitað að verða við skipun spænsku stjórnarinnar um að láta fjarlægja borða af stjórnarbyggingunni í Barcelona meðan á kosningabaráttunni stóð, með áletruninni,   “Látið pólitíska fanga lausa.”  Þá höfðu níu helstu leiðtogar Katalóníumanna, lýðræðislega kjörið fólk, verið fangelsað - 13 ára fangelsisdómar kveðnir upp - fyrir að vilja greiða götu þjóðartkvæðagreiðslu um framtíð Katalóníu. Þau sem vilja afsaka stjórnvöldin í Madrid segja ...
UMHUGSUNARVERÐ SKRIF ÚR RANNI SMÁFYRIRTÆKJA Í FERÐAMENNSKU

UMHUGSUNARVERÐ SKRIF ÚR RANNI SMÁFYRIRTÆKJA Í FERÐAMENNSKU

Síðastliðinn fimmtudag birtist grein í Morgunblaðinu eftir  Björn Jónasson , sem kennir sig við  Félag smáfyrirtækja og einyrkja.  Það eitt er til umhugsunar að hinir smærri aðilar virðast vera að ryðja sér til rúmsins, vilja ekki að stór fyrirtæki einoki umræðu ekki síst í ljósi þess að veiran virðist ætla að verða hinum stærri fyrirtækjum og samsteypum hliðhollari en þeim sem smærri eru. Í kreppum stækka nefnilega hinir stóru, éta hina smáu. Það er ekki góð þróun eins og ...
EKKI FLEIRI LÖGFRÆÐINGA!

EKKI FLEIRI LÖGFRÆÐINGA!

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 26/27.09.20. ...  Og stjórnmálamenn verða að hætta að hlaupa í felur þegar erfið siðferðileg álitamál koma upp eins og ítrekað gerist í umræðunni um hælisleitendur: “Spyrjið kerfið”, segja þeir og loka að sér. Síðan er það komið undir sviptivindum hvar þeir endanlega lenda ...
TÍKIN

TÍKIN

Það var alveg á mörkunum að ég þyrði að lesa Tíkina, nýjustu bók Angústúru-útgáfunnar, en hún kom inn um bréfalúguna fyrir fáeinum dögum, það er að segja til okkar sem erum áskrifendur, nokkuð sem óhætt er að mæla með við alla sem enn eru ekki innvígðir í þennan klúbb. En hvers vegna banginn? ...
HVAÐ ER TIL RÁÐA EF VIÐ VILJUM EKKI STUÐIÐ?

HVAÐ ER TIL RÁÐA EF VIÐ VILJUM EKKI STUÐIÐ?

Páll Óskar Hjálmtýsson, hljómlistamaður með meiru, er með allra geðþekkustu mönnum og held ég að óhætt sé að segja að hann sé einn þeirra sem elskaður er af þjóðinni. Það er eflaust skýringin á því að milliliður á orkumarkaði flíkar honum nú mjög í augslýsingaherferð sem eflaust kostar sitt. Orkusalan, sem svo er nefnd, er slíkur milliliður og hefur á að skipa myndarlegri sveit starfsmanna eins og sjá má á heimasíðu. Þetta fyrirkomulag byggir á viðskiptamódeli sem fylgdi fyrstu orkupökkunum þar sem kveðið var á um aðgreiningu á framleiðslu, dreifingu og smásölu á raforku. Með því að fá okkur til að taka þátt í meintu stuði ...
HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ÓMARS

HAMINGJUÓSKIR OG ÞAKKIR TIL ÓMARS

Á degi íslenskrar náttúru óskum við Ómari Ragnarssyni til hamingju með afmælið – áttræðisafmælið. Það er við hæfi! Ómari Ragnarssyni kynntist ég sam samstarfsmanni á fréttastofu Sjónvarps þegar við störfuðum þar saman í áratug. Skemmtilegri, kraftmeiri, og réttsýnni manni er leitun að.   Ómar hefur, og hafði einnig á þessum tíma, ríkar skoðanir. Honum var oft mikið niðri fyrir, en alltaf var hann málefnalegur og aldrei heyrði ég hann halla orði á nokkurn mann á meiðandi hátt.   Umhyggju hans fyrir íslenskri náttúru er viðbrugðið enda engin tilviljun að ... 
ÖLLU MÁ NAFN GEFA

ÖLLU MÁ NAFN GEFA

Birtist í Fréttablaðinu 16.09.20. veit ég hvort er furðulegra nýafstaðin heimsókn Róbets Spanós, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands að þiggja þar viðurkenningu úr hendi valdakerfis þess lands, eða leiðari Aðalheiðar Ámundadóttur, fréttastjóra Fréttablaðsins, sem hrósar forsetanum fyrir þessa för undir fyrirsögninni:  Hugrekki. Munurinn er náttúrlega sá að Róbert framkvæmir, Aðalheiður réttlætir. Hún kallar það ...
MÁLEFNALEGUR, SANNGJARN OG SKYNSAMLEGUR MÁLFLUTNINGUR

MÁLEFNALEGUR, SANNGJARN OG SKYNSAMLEGUR MÁLFLUTNINGUR

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, var mættur til þeirra Heimis og Gulla í Bítið á Bylgjunni í morgun. Mikið er það frelsandi að heyra aðrar raddir en RÖDD stórútgerðarinnar þegar rætt er um sjávarútvegsmál á Íslandi. (Arnar sagðist reyndar þreyttur á hugtakinu “stórútgerðin” og vill fremur tala um stærstu handhafa veiðiheimilda, þ.e.a. segja stærstu kvótahafana – en það er önnur saga.)  Hvers vegna vinum við fiskinn ekki hér heima, sköpum hér störf og verðmæti í stað þess að flytja hann óunnin úr landi – tugþúsundir tonna?   Góð spurning hjá Arnari og svör hans eftir því, hlustið á þetta ...
LANDINN UM LAND ALLT

LANDINN UM LAND ALLT

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 12/13.09.20. Fjölskylda með ung börn fer hringinn. Gistir hér og gistir þar, ekið inn í bæi og þorp, sveitir þræddar, firðir, fjöll og fossar skoðaðir, söfnin heimsótt; rætt um mannlífið í þaula. Í stuttu máli: Íslands notið í botn. Þannig var sumarfrí þorra landsmanna að þessu sinni af ástæðum sem við öll þekkjum.  Breiðafjarðarferjan leggst að bryggju á Brjánslæk. “Hér fæddust þríburar, þeir einu á Vestjörðum,” kvað tíu ára stúlka upp úr með og hingað kom Hrafna-Flóki. “Hvernig veistu það?”  ...
HERFILEG MISTÖK

HERFILEG MISTÖK

Fyrir fáeinum dögum hélt forseti Mannréttindadómstóls Evrópu til Tyrklands, suður til Istanbúl, Miklagarðs, sem áður hét, til að láta tyrkneska mannréttindabrjóta næla á sig heiðursmedalíu. Ég hef verið í talsvert miklum samskiptum við tyrknesk mannréttindasamtök og þá sérstakelga þau sem komið hafa að málum Kúrda sem hafa sætt grófum mannréttindabrotum, ofsóknum svo hrikalegum að orð fá þeim varla lýst.  Þessu hef ég ...