14.04.2008
Ögmundur Jónasson
Magnúsi Péturssyni, forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss, var sem kunnugt er nýlega bolað úr starfi. Í upplýsandi viðtali við helgarblað Morgunblaðsins, undir fyrirsögninni Peningar og mannúð takast á, kemur fram að Magnús leit svo á, að ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, heilbrigðisráðherra, að setja sérstaka tilsjónarnefnd undir formennsku Vilhjálms Egilssonar yfir stjórn spítalans, hafi verið gert sér til höfuðs: „Ég neita því ekki að hún hefur angrað mig töluvert þessi nefndaskipan.