Þá er árið 2009 á enda runnið og framundan nýtt ár. Á þessum tímamótum dagatalsins lítum við yfir farinn veg jafnframt því sem við horfum fram á veginn.
Sennilega myndu Rolling Stones ekki trekkja betur á konsert í Reykjavík núna en Sigurður Nordal gerði á fyrirlestra sína sem stóðu vetrarlangt og hófust í október 1918.
Ég sendi lesendum síðunnar bestu jólakveðjur. Megið þið öll njóta friðsældar á jólum. Yfir jólahátíðina slakar þjóðin á, borðar góðan mat, les bækur, gengur út í náttúruna, dormar, en framar öllu öðru, er samvistum við sína nánustu og treystir fjölskyldu- og vinabönd.
1) Það er staðreynd að áhöld eru um lagalega greiðsluskyldu Íslands gagnvart breska og hollenska ríkinu. Breska og hollenska ríkið ásamt stuðningsliði í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu meina okkur að leita réttar okkar eftir reglum réttarríkis eða það sem réttara er: Breska og hollenska ríkið neita að leita réttar síns gagnvart íslenskum skattborgurum.
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins bregðast ekki! Það hef ég nú reynt undanfarin ár. Að þessu sinni efndi kórinn til jólatónleikanna í Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Pressan.is slær upp getgátum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns, um að ég og Össur Skarphéðinsson, höfum skipulagt mótmælin gegn stjórnvöldum sem urðu til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hrökklaðist frá völdum.