28.03.2003
Ögmundur Jónasson
Ræða flutt á fundi í Austurbæjarbíói 27.03. 2003Góðir félagar úr baráttunni. Við komum nú saman til að spila, syngja, lesa og tala fyrir friði og gegn hernaðarofbeldi og gegn stríði. Ég ætla þó ekki að tala um sprengjuregn, limlest fólk, logandi mannvirki og eyðilögð vatnsból. Ég ætla ekki að segja sögur af grimmd þeirra sem af yfivegun og af verkfræðilegri nákvæmni skipuleggja tortímingu fólks. Ég ætla ekki heldur að hneykslast á skammsýni eða óbilgirni þeirra sem stýra för.