Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Maí 2022

VIÐ ÞESSU EIGUM VIÐ SVAR

VIÐ ÞESSU EIGUM VIÐ SVAR

...  Með öðrum orðum, sæstrengur (sem hlýtur að teljast til grunninnviða) að fullu í samfélagslegri eign má ekki fá stuðning frá eigendum sínum, íslensku samfélagi vegna þess að einkafyrirtæki sér hugsanlega hagnaðarmöguleika í því að ná eignarhaldinu í sínar hendur ...  Í mínum huga er svar samfélagsins löngu orðið tímabært ...
KHALED KHALIFA MÁLAR MYND

KHALED KHALIFA MÁLAR MYND

Ég var að ljúka lestri bókar sýrlenska rithöfundarins Kahled Khalifa,  Engir hnífar í eldhúsum þessarar borgar   en áður hafði ég lesið bók hans   Dauðinn er barningur . Báðar bækurnar gaf bókaútgáfan   Angústúra   út og báðar eru þýddar af Elísu Björgu Þorsteinsdóttur.  Síðarnefndu bókina hef ég  ...
HVER ER KÁRI?

HVER ER KÁRI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21/22.05.22. ...  Elinora Roosevelt var glúrin kona. Hún sagði eitthvað á þá leið að víðsýnt fólk og stórhuga gæti rætt málefni, þeir sem væru smærri í hugsun ræddu í besta falli um atburði, ekki hina stærri umgjörð en smásálirnar héldu sig einvörðungu við persónur. Og þannig er það, þau síðastnefndu draga iðulega umræður niður að gólflistanum eins og dæmin sanna. Þess vegna er spurt: ...
NATÓ ER EKKI LAUSNIN

NATÓ ER EKKI LAUSNIN

Ríkisstjórn Íslands er mjög áfram um að Svíar og Finnar fái sem allra fyrst aðild að hernaðarbandalaginu NATÓ. Um þetta segist ríkisstjórnin vera einhuga. Það eigi að virða sjálfsákvörðunarrétt þessara ríkja  ... en  hvað varðar sjálfsákvörðunarréttinn ... þá er þjóðarviljinn varla einsleitur í þessum ríkjum og umræða út fyrir þrengstu valdastofnanir takmörkuð. Þjóðirnar hafa ekki verið spurðar og engin merki um að til standi að gera það í þjóðaratkvæðagreiðslu...
ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR KVADDUR

ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR KVADDUR

Eitt er víst að hefði ég verið staddur á Íslandi sem ég ekki er, þá hefði ég fylgt Ólafi Ólafssyni landlækni til grafar en útför hans fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. Án efa hefur kirkjan verið þéttskipuð og á minningarsíðum Morgunblaðsins birtist mikill fjöldi greina. Þar er margt vel sagt. Enda frá mörgu að segja um þennan mann sem aldrei varð fyrrverandi landlæknir því titlinum hélt hann í huga þjóðarinnar til dauðadags, löngu eftir að hann lét af embætti.  Skýringin er sú að ...
HÓPREFSING

HÓPREFSING

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 07/08.05.22. ... Má ekki ætla að samræðan sé líklegri til langtíma árangurs en vináttuslitin?  Þetta eru stórmál sem við hljótum að þurfa að ræða en láta ekki ráðamenn fara sínu fram í okkar umboði, en umboðslaust sem gerist ef engin almenn umræða á sér stað.  Það hefur djúpstæð áhrif á fólk að finna fyrir útskúfun og óvild vegna kynþáttar, trúarbragða eða þjóðernis. Slíkt gleymist seint ...
FORVITINN Á JÁKVÆÐAN HÁTT

FORVITINN Á JÁKVÆÐAN HÁTT

...  Þessar línur set ég hér til að votta Leifi Haukssyni virðingu mína en jafnframt til að koma á framfæri einnig hér á þessari síðu eftirfarandi samantekt sem RÚV hafði á dagskrá í dag. Þessi rúmlega tuttugu mínúntna dagskrá með umsögnum samstarfsmanna Leifs Haukssonar er einstaklega góð og falleg – og sönn ...
AÐ BORÐA BÚDDA

AÐ BORÐA BÚDDA

Það er nokkuð um liðið frá því ég las bók Barböru Demic,  Að borða Búdda   en kem því nú fyrst í verk að fara um hana nokkrum orðum. Geri það eiginlega fyrst og fremst sjálfs mín vegna, skapa mér tilefni til að hugleiða boðskap höfundarins sem lagði ekki lítið á sig til að koma honum á framfæri. Áður en lengra er haldið langar mig til að  þakka bókaútgáfunni Angústuru sérstaklega fyrir að ...