Birtist í Morgunblaðinu 31.10.05.Fyrir rúmri viku birti ég í Morgunblaðinu "Opið bréf til Samfylkingarfólks". Þar er spurt um stefnu Samfylkingarinnar.
Í morgunútvarpi í dag var fjallað um fæðingarorlof karla. Rætt var við hæstráðendur í banka. Spurt var hver ástæða væri fyrir því að karlar fari síður í fæðingarorlof en konur en sérstaklega var fjallað um hátekjuhópinn.
Í dag var haldin ráðstefna um vatn sem 7 almannasamtök stóðu að: BSRB, Kennarasamband Íslands, Landvernd, Menningar og friðarsamtök íslenskra kvenna, Náttúruverndarsamtökin, Samtök starfsfólks fjármálafyrirtækja og Þjóðkirkjan.
Á þessari auglýsingu, sem hér má sjá, er vakin athygli á ráðstefnu, sem sjö félagasamtök og stofnanir efna til, um mikilvægi vatns og hvernig með það er farið.
Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, lýsti því yfir sl. vor að hún vildi fylgja þeirri stefnu að Landmælingar kæmu ekki til með að annast verkefni, sem væru hugsanlega í samkeppni við önnur fyrirtæki.
Breska stjórnin með Blair forsætisráðherra í broddi fylkingar hefur heldur betur verið tekin í bólinu. Margoft hefur hún staðhæft að einkaframkvæmd innan samfélagsþjónustunnar hafi gefið góða raun og vitnað í skýrslur máli sínu til stuðnings.
Dagurinn í dag var stór dagur í jafnréttisbaráttu kvenna. Tugþúsundirnar, sem tóku þátt í fjöldagöngunni í Reykjavík og fjölsóttir baráttufundir um allt land undirstrikuðu samstöðu kvenna og þann ásetning þeirra að ná árangri í baráttu sinni fyrir jafnrétti.