Birtist í Fréttablaðinu 29.07.06.Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon og hefur þingflokkurinn í því sambandi minnt á að öll ríki Sameinuðu þjóðanna geti haft áhrif í þessu efni.
Ávarp fyrir framan bandaríska sendiráðið á opnum fundi sem Herstöðvaandstæðingar boðuðu til.Hverjir styðja tafarlaust vopnahlé í Miðausturlöndum? Það eru Sameinuðu Þjóðirnar, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Grikkland, Jórdanía, Rússland, Saudi Arabía, Egyptaland, Kanada, Kýpur og mörg fleiri ríki – nú fyrir stundu bættist Ísland í þennan hóp.
Menn setur hljóða við fréttir af hryðjuverkum Ísraela í Líbanon. Engu betra er að hlusta á fulltrúa verndara þeirra, Bandaríkjanna, réttlæta morðin og mannréttindabrotin eins og Bush Bandaríkjaforseti og Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa gert.
Birtist í Morgunblaðinu 19.07.06.Í byrjun árs skipaði ríkisstjórnin nefnd til þess að fjalla um matvælaverð og voru kallaðir til fulltrúar helstu hagsmunaaðila, þar á meðal Bændasamtakanna, ASÍ, BSRB, SA og Viðskiptaráðs.
Ég tek undir með Hafdísi Guðmundsdóttur í bréfi sem birtist hér á heimasíðunni um hve gleðilegt það alltaf er að heyra í fólki sem þorir að standa á sannfæringu sinni.
Krafturinn í íslenskum listamönnum er með ólíkindum. Á nánast öllum sviðum listalífsins eigum við á að skipa verulega færu fólki – í sumum tilvikum afburðalistamönnum.