Í pistli sem er mjög við hæfi að birta 1.maí, á baráttudegi verkalýðsins, veltir Ólína fyrir sér (sjá Spurt og svarað hér á síðunni) samhenginu á milli skattatillagna Sjálfsæðisflokksins og fyrirsjáanlegra útgjaldaaukningar heimilanna.
Að sjálfsögðu las ég grein Magnúsar Stefánssonar alþingismanns í Morgunblaðinu í morgun en hann gerir mér þann heiður að setja nafn mitt í fyrirsögn hennar.
Ræða Ögmundar Jónassonar á fundi trúnaðarmanna SFR og St.Rv. 29. apríl 2003 Góðir félagar í BSRB. Það er mér mikið ánægjuefni að ávarpa þennan glæsilega fund trúnaðarmanna SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkur.
Birtist í Mbl. 28.04.2003Keflavíkurflugvöllur er stærsta hliðið að landi okkar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að þessi mikilvægi hluti af samgöngukerfi þjóðarinnar verði í almannaeign og lúti almannastjórn.
Grunntónninn í grein Jóns K. Stefánssonar, sem birtist á heimasíðunni í dag, en hann hefur áður skrifað í nafni frjálsra penna hér á síðunni, er að minna á að baráttan í þjóðfélaginu er á milli fjármagnsaflanna annars vegar og lýðræðis og hagsmuna almennings hins vegar.