Sem betur fer hefur enn ekki tekist að færa 1. maí, alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins, til þannig að hann henti inn í eitthvert frímynstur eins og tillaga hefur verið gerð um Alþingi.
Í vikunni fór fram í Reykjavík ráðstefna sem Edda, Öndvegissetur Háskóla Íslands, í samstarfi við Institute of Cultural Diplomacy, ICD, stóðu fyrir undir heitinu Reykjavík Round Table on Human Rights.
Guðmundur Guðjónsson, söngvari var borinn til grafar miðvikudaginn 20. apríl. Vegna veru minnar á þingi Evrópuráðsins gat ég ekki fylgt Guðmundi til grafar og þótti mér það mjög miður.
Þing Evrópuráðsins stóð 18. - 22. april. Málefni flóttamanna var sem fyrr mál málanna. Ekki var síst rætt um nýlegan samning Evrópusambandsins við Tyrkland sem mörgum þykir mjög ámælisverður.
Birtist í Morgunblaðinu 20.04.16.. Í lok ágúst 2012 birtist í fjölmiðlum áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar undir yfirskriftinni Grímsstaðir á Fjöllum verði þjóðareign.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.04.16.. Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, minnti okkur á það í vikunni að fyrirhuguð sala á Jökulsárlóni verðskuldaði þjóðarathygli.