Öll rámar okkur eitthvað í hann Múnkhásen og sögurnar sem af honum voru sagðar, til dæmis þegar hann kvaðst hafa dregið sjálfan sig upp úr síki á hárinu.
Þessa dagana ólgar blóð í æðum við Kárahnjúka. Andstæðingar náttúruspjallanna þar andæfa og lögreglan grípur inn, stöðvar mótmælin og hneppir einhverja mótmælendanna í varðhald.
Ég gæti þess vegna svarað spurningunni strax og nefnt einstaklinga á borð við Þorstein frá Hamri eða Jóhönnu Kristjónsdóttur, góða talsmenn íslenskrar menningar, frjálsrar hugsunar; einstaklinga sem ég er sannfærður um að yrðu verðugir málsvarar Ríkisútvarpsins.
Á vef CNN fréttastofunnar bandarísku segir nýlega frá dæmum af pyntingum, líkamlegum og ekki síður andlegum, í Guantanamo fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu.
Félagar mínir í ASÍ hafa gert sig seka um sömu afglöp og iðulega henda hagvísindaspekinga svokallaða: Þeir tala í hagfræðilegum alhæfingum þegar þeir hvetja til "aðhalds í ríkisfjármálum".
Árni Guðmundsson, æskulýðsfulltrúi íHafnarfirði, formaður starfsmannafélagsins þar og stjórnarmaður í BSRB, skrifar athyglisverðan pistil fyrir fáeinum dögum um "forvarnarstefnu" Akureyrarbæjar.