Gíslarnir japönsku frá Írak eru komnir heim heilir á húfi. Mér var létt. Ég hafði séð myndir af þeim í haldi með bandbrjálaða menn yfir sér með branda á lofti, öskrandi hótanir um líflát og tortúr.
Fjölmiðlar vestanhafs gera mikið úr því þessa dagana hve mikið Bush Bandaríkjaforseti leggur upp úr því að honum sé ætlað það sögulega (trúarlega?) hlutverk að boða Írökum lýðræði að vestrænni fyrirmynd.
Þessi spurning gerist mjög áleitin eftir því sem fram líða tímar. Sífellt algengara virðist , ekki síst á meðal yngri "athafnamanna" að þeir telji sig ekki bera neina ábyrgð gagnvart öðru en eigin pyngju eða pyngju sameigenda sinna í fyrirtæki.
Hver man ekki eftir undirskriftinni hágé á Þjóðviljanum forðum? Þetta var að sjálfsögðu undirskrift Helga Guðmundssonar, rithöfundar, stjórnmálamanns og verkalýðsforkólfs til langs tíma, en Helgi stóð um árabil í framvarðarsveit verkalýðsbaráttunnar – og lætur reyndar enn til sín taka á því sviði.
Drífa Snædal, ritari VG, skrifar mjög áhugaverða og vekjandi grein hér á síðuna í gær um kvennabaráttu. Hún setur þessa baráttu í sögulegt samhengi en hennar niðurstaða er sú, að þótt réttindabarátta kvenna hafi tekið breytingum í tímans rás, þá hafi hún ekki tekið eðlisbreytingu.
Lífeyrissjóðir fara nú ört vaxandi víða um heim og eru orðnir mjög fyrirferðarmiklir í fjármálalífinu. Hér á landi eru eignir lífeyrissjóðanna komnar yfir 700 milljarða og ef fram heldur sem horfir eru líkur á að eignir þeirra verði yfir 1000 milljörðum fyrir lok árs 2007.