04.07.2017
Ögmundur Jónasson
Í dag klukkan 13 fer fram kveðjuathöfn í Neskirkju í Reykjavík um Sigríði Kristinsdóttur, sjúkraliða, sem lengi stóð í forystusveit launafólks. Við Sigríður vorum nánir samstarfsmenn og vinir um áratugaskeið og minnist ég hennar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag: . . Einn mesti eldhugi íslenskrar félagsmálabaráttu er fallinn frá.. Spor Sigríðar Kristinsdóttur liggja víða, í kvennabaráttunni, í hreyfingu herstöðvaandstæðinga og friðarsinna að ógleymdri kjarabaráttunni.