Samhliða niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni berast fréttir af því að einkaframtakið ætli að hefja sig til flugs með einkasjúkrahúsum í gríðarlegu umfangi.
Svolítð erfitt er að átta sig á Staksteinum Morgunblaðsins í dag að öðru leyti en því að ritstjóri blaðsins tekur þar undir með forystu Sjálfstæðisflokksins um að álitamál sé hvort sá flokkur eigi yfirleitt nokkra samleið með ríkisstjórninni í Icesave-málinu.
Icesave er ekki mál sem afgreitt er í eitt skipti fyrir öll. Sú var ekki raunin þegar fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins gekk að ítrustu kröfum Hollendinga og Breta síðastliðið haust - í október.
Lífsreynslan kennir að háskalegt er þegar skynsemi og dómgreind er tekin yfir af hugmynda"fræði". Trú á hugmyndafræði - hina "réttu leið" er alltaf varasöm.
Nú er ár liðið frá því bandaríska/fjölþjóðlega fjármálafyrirtækið Lehman Brothers varð gjaldþrota. Í snarhasti voru milljarðar fluttir frá London vestur um haf - til að bjarga verðmætum "heim".
Í morgun fékk ég senda í tölvupósti myndasyrpuna hér að neðan. Hún er áhrifarík. Annars vegar af ofsóknum á hendur gyðingum frá valdaskeiði Nasista og hins vegar af ofsóknum á hendur Palestínumönnum af hálfu Ísraela.
Í nær tvo áratugi var farið að flestum kröfum Samtaka atvinnulífsins og Verslunarráðsins, forvera núverandi Viðskiptaráðs, um áherslur í atvinnumálum og hönnun lagaumgjarðar fjármálalifsins á Íslandi.