
VESALDÓMUR Á VISIR.IS
01.03.2010
Ósköp þykir mér dapurlegt þegar aðilar sem ég þykist vita að vilji vera samfélagslega ábyrgir falla á mikilvægu siðferðisprófi. Þetta kom mér í hug þegar ég fór inn á síðu vefmiðilsins visir.is í morgun og við blasti lokkandi auglýsing sem beint var til spilafíkla um aðgang að spilavíti á netinu.