Í gær var haldið mjög velheppnað málþing á vegum BSRB um lífeyrismál. Málþingið var tileinkað Gunnari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands en hann fyllir 70 ár á þessu ári.
Guðlaugur Þór, einkavæðingarráðherra heilbrigðismála, afgreiðir nú á færibandi kröfur einakfyrirtækja að fá til sín ýmsa rekstrarþætti heilbrigðiskerfisins, nú síðast heila deild á Landakoti.
Heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson, kom fram í sjónvarpsfréttum í dag til að lýsa því yfir að ég væri að sá fræjum tortryggni þegar ég héldi því fram að verið væri að einkavæða innan heilbrigðiskerfisins.
Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að heimsækja háskólann í Minneapolis í Minnesota Í Bandaríkjunum. Skólinn þykir mjög góður og eflaust eru þar uppi draumar einsog á fleiri bæjum að verða „ einn af hundrað bestu háskólum í heimi".
Egill Helgason hefur náð því sem Mogginn hefur náð fyrir löngu: Maður verður eiginlega að sjá þáttinn. Það þýðir ekki að maður sé alltaf 100% sáttur - ekkert fremur en að maður sé alltaf sáttur við Moggann.
Í dag lauk tveggja daga flokksráðsfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Á fundinum fóru fram líflegar umræður en fyrir fundinum lágu fyrir drög að ályktunum um efnahags- og stóriðjumál, kjaramál, heilbrigðismál, sjávarútvegsmál og varnar- og utanríkismál.
Á aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu í dag var haldin enn ein vakningarsamkoman um einkarekstur. Samfylkingarmógúllinn Ágúst Einarsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi rektor í Bifröst, vitnaði og sagði, samkvæmt fréttavef RÚV, „að við blasti að leita eftir einkarekstri í menntamálum, heilbrigðismálum og í samgöngum." Þessu fylgdi formaður SVÞ eftir í fréttaviðtali við RÚV (sbr.