Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Október 2021

EYÞÓR MINNIR Á HVERS VEGNA EKKI Á AÐ KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

EYÞÓR MINNIR Á HVERS VEGNA EKKI Á AÐ KJÓSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN

Í Fréttablaðinu á dag segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginnni að nú sé rétti tíminn til að selja Gagnaveituna. Fram hefur komið í fréttum að á könnu  hennar séu grunnkerfi fjárskipta á suðvesturhorninu. Og Sjálfstæðisflokkurinn vill koma þessari mjólkurkú í hendur gróðafla. Nú séu “kjöraðstæður”. Ætli við höfum ekki heyrt þetta áður? Við höfum heyrt þetta sagt nánast í hvert sinn sem ...
HVERNIG VÆRI AÐ KJÓSA AFTUR OG SVO AFTUR?

HVERNIG VÆRI AÐ KJÓSA AFTUR OG SVO AFTUR?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.10.21. Hálf dapurlegt er að fylgjast með vandræðaganginum yfir úrslitum kosninganna. Eða öllu heldur við að finna það út hver úrslitin raunverulega voru. Öllum er eiginlega vorkunn. Og ekkert okkar kann ráð sem allir yrðu sáttir við. Spurt er hvort telja eigi aftur eða kjósa eigi aftur eða láta gott heita við svo búið. Ég hef helst verið á því síðastnefnda en er nú að hallast að valkosti sem mér finnst hafa margt til síns ágætis ...
HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?

HVAÐ SEGJA STJÓRNMÁLAMENN ÞEGAR GRUNNNET SÍMANS ER SELT ÚR LANDI?

...  Það sem mér finnst stórfenglegast er “að ef end­an­leg­ir samn­ing­ar ná­ist muni Sím­inn og Ardi­an einnig vinna með hinu op­in­bera að upp­lýs­inga­gjöf og  ör­ygg­is­mál­um   varðandi hags­muni lands­manna.   Þegar séu und­ir­bún­ingsviðræður að slíku fyr­ir­komu­lagi hafn­ar, en þar er um að ræða að tryggja að rekst­ur innviða fé­lags­ins sam­rým­ist þjóðarör­ygg­is­hags­mun­um."  Er það samgönguráðherrann, formaður Framsóknarflokksins, sem á í þessum viðræðum eða er það Þjóðaröryggisráðið með Katrínu Jakobsdóttur formann VG og Guðlaug Þór Sjálfstæðisflokki innanborðs sem ræða þessi mál?  ...  Nú segir Katrín Jakobsdóttir i fréttum að það sé verið að kanna hvernig hægt sé að tryggja þjóðarhagsmuni "óháð eignarhaldi." Því er fljótsvarað: Það er ekki hægt. 
HVER SAGÐI UGLUNNI FRÁ MÚSINNI?

HVER SAGÐI UGLUNNI FRÁ MÚSINNI?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09.10.21. Svona myndi náttúrufræðingur aldrei spyrja. Hann vissi að svo flókið er viðfangsefnið að það sé ekki á færi nokkurs manns að finna við því fullnægjandi svar. Mér finnst spurningin samt áhugaverð. Og hennar hef ég spurt áður. Það gerði ég þegar ég ítrekað fór að verða var við uglu austur í sveitum þar sem ég stundum kem. Einfalda svarið var mér sagt að væri ...