30.11.2007
Ögmundur Jónasson
Þorsteinn Siglaugsson er ekki bara góður penni. Hann er skemmtilega glöggskyggn og þess vegna rökvís. Jóhanna Vigdís, fréttamaður Sjónvarps, féll fyrir rökum Helga Hjörvar, þingmanni Samfylkingar, í fréttatíma í gærkvöldi, um að takmarka bæri ræðutíma á Alþingi enda væri svo að sá sem ekki gæti "sagt skoðun sína á máli á 15 mínútum á að vera að endurmenntunarnámskeiði en ekki á Alþingi Íslendinga."Þannig klykkti Sjónvarpið út - með orðum Helga - í frétt um alvarlegustu atlögu að frelsi stjórnarandstöðu á Alþingi Íslendinga fyrr og síðar! Þorsteinn Siglaugsson sá aðrar hliðar á þessu máli.