29.07.2015
Ögmundur Jónasson
Þeim virðist fara fjölgandi sem telja að halda eigi Landsbankanum að fullu í ríkiseigu og reka hann sem samfélagslega ábyrgan banka. Sjálfur hef ég talað fyrir þessu sjónarmiði, Þorleifur Gunnlaugsson, fyrrum borgarfulltrúi hefur gert slíkt hið sama, vill reyndar að stofnaður verði samfélagsbanki í eigu Reykjavíkurborgar og hefur fært fyrir því góð rök, Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis hefur talað mjög í þessa veru og fleiri mætti nefna og þá ekki síst Helgu Þórðardóttur,formann Dögunar en hún skrifar í Fréttablaðið grein í dag undir fyrirsögninni: „Landsbankinn sem samfélagsbanki". . Helga segir m.a.