29.03.2007
Ögmundur Jónasson
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði bendir á þá staðreynd í bókun í bæjarráði að orkuþörf stóriðjuáforma á suðvesturhorninu samsvari “fjórum nýjum vatnsaflsvirkjunum í Þjórsá, frá Búðarhálsi að Urriðafossi og fimm til sjö nýjum jarðvarmavirkjunum á svæðinu frá Hengli og út á Reykjanes.”Svo mikil orkuöflun “myndi valda stórkostlegu raski og fjölmargar háspennulínur myndu rísa á svæðum sem í dag eru án slíkra mannvirkja.” Þess vegna sé nauðsynlegt að sveitarfélögin sem kæmu til með að verða fyrir áhrifum af fyrirhuguðum framkvæmdum beiti sér fyrir því að heildstæð áætlun verði tekin í umhverfismat ...”sem nái til allra stóriðjuáforma suðvestanlands að virkjunum og raflínulögnum meðtöldum.” Þá hefur Guðrún Ágústa bókað mótmli gegn þvi að meirihlutinn í Hafnarfirði neiti að láta styðja myndarlega við bakið á Sól í Straumi Sól í Straumi: “Það er ekki nóg að skapa íbúum aðstöðu til að segja sína skoðun í atkvæðagreiðslu.