27.12.2008
Ögmundur Jónasson
Rétt áður en hlé var gert á þingstörfum fyrir jól var gerð breyting á eftirlaunalögunum svokölluðu. Viðhaft var nafnakall um þann kost að halda með þingmenn, ráðherra og æðstu embættismenn, sem svo eru nefndir, inn í A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, en frá 1997 hafa allir nýráðnir starfsmenn hjá ríkinu sem aðild eiga að heildarsamtökum opinberra starfsmanna, fengið aðild að þeirri deild. Ég óskaði eftir nafnakallinu svo öllum yrði ljós afstaða sérhvers þingmanns til málsins.