Ég hef gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra fyrir að liggja nánast á hnjánum frammi fyrir erlendum fjárfestingaspekúlöntum að biðja þá að koma hingað til lands með úttroðna vasa fjár til að ávaxta sitt pund.
Björn Zoega sagði af sér sem forstjóri Landspítalans í dag. Ráðherra segir að nýr forstjóri verði ráðinn á þriðjudag. (Ekki virðist eiga að auglýsa stöðuna.) . Björn Zoega segir Landspítalann kominn fram á hengiflugið, fram á bjargbrúnina.
Birtist í DV 23.09.13.. Fyrir helgina voru fjórar stórfréttir út Stjórnarráðinu sem vekja óhug. Í fyrsta lagi boðar formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, einkavæðingu á fjórðungi eignarhalds Landsbankans.
Um áratugi hafa geisað deilur um Ríkisútvarpið, sem nú heitir RÚV ehf. sem kunnugt er. Fyrr á tíð var Ríkisútvarpið eitt um hituna á ljósvakanum eins og það var kallað.
„Vont er þeirra ránglæti, verra er þeirra réttlæti" , sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni um kvalara sína og það er einmitt þetta vonda „réttlæti" stjórnmálamanna sem Friðrika Benónýsdóttir gerir að umtalsefni í hnitmiðuðum leiðara sínum í Fréttablaðinu í dag.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 22.09.13.. Hjá landanum er flest annað hvort eða - í ökkla eða eyra. Hver man ekki eftir laxeldinu eða minkabúunum.