SUMIR SEGJA OKKUR FRÁ MENNINGUNNI, AÐRIR ERU MENNINGIN
01.01.2020
Nú á að fara að ráða nýjan útvarpsstjóra. Það skiptir máli hver þar stendur í stafni. Ég vil þann sem stendur í fæturna fyrir íslenska menningu. Ég þori varla að biðja um annan Andrés Björnsson því svo sjaldgæfir eru slíkir einstaklingar í seinni tíð. Ríkisútvarpið þarf að kunna skil á stefnum og straumum í mannlífi og menningu á alþjóðavísu svo og að sjálfsögðu, og ekki síst, íslenskum menningararfi. En það er ekki nóg að kunna að segja frá menningunni. Ríkisútvarpið á sjálft að vera menningin og þannig útvarpsstjóra þurfum við að fá. Slíkur maður var ...