
HEFÐARRÉTTUR TIL ÞÚSUND ÁRA
30.05.2015
Þegar til stóð á síðasta kjörtímabili að setja gjald á veiðar umfram það sem kvótahafar gátu sætt sig við var kveðið upp ramakvein mikið og fram á völlinn þustu þeir sjálfir og talsmenn þeirra hrópandi: SKERÐIÐ EKKI EIGNARRÉTTINN! Nær heilagleikanum töldu menn sig ekki komast.