19.08.2012
Ögmundur Jónasson
Milton Friedman kom upp í hugann þegar ég las leiðara Ólafs Stephensen í Fréttablaðinu sl. föstudag. Öldungurinn Milton mun nefnilega hafa risið upp við dogg á fleti sínu í Chicago þegar hvirfilbylurinn Katrina lagði Lousiana í Bandaríkjunum nánast í rúst árið 2005, og þá komist svo að orði: „Drífið í að einkavæða skólakerfið á meðan fólk er í losti." . Hann var vel að sér í sjokk-aðferðafræðinni eftir ráðgjafastörf sín hjá Pinochet í Chile á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.