
UM HARÐSTJÓRN HUGMYNDAFRÆÐINNAR
30.08.2008
Á Íslandi vofir yfir kreppa. Kreppa sem vonandi er hægt að afstýra. Ástæðan fyrir þessari kreppu er gegndarlaust fjárfestingarbrask manna sem fengið hafa eignir þjóðarinnar á silfurfati; manna sem hafa skuldsett íslenska þjóðarbúið meira en dæmi eru um í sögunni; manna sem sýnt hafa fullkomið ábyrgðarleysi alltaf þegar ábyrgðar var þörf.