25.09.2010
Ögmundur Jónasson
Aldrei hefur mér þótt eins vænt um málflutning af Íslands hálfu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og þann sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, flutti nú í vikulokin. Þeir sem segja að litlu máli skipti hverjir fara með stjórn á Íslandi ættu að lesa ræðu hans (sjá slóð að neðan). Ég leyfi mér að fullyrða að slík ræða hafi aldrei verið flutt áður á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna af íslenskum ráðherra.. Hér var talað tæpitungulaust og óttalaust um réttlætismál án þess að fá áður stimpil að utan, það mátti sjá úr mílufjarlægð - svo mikið þykist ég vita um utanríkismál.