23.12.2014
Ögmundur Jónasson
Ekki verður annað sagt en minn ágæti vinur, Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, misreikni sig illilega í nýlegum skrifum um Icesave málið þegar hann gerir því skóna að nú sé verið að borga Icesave „með bros vör", einsog hann orðar það, og er svo að skilja að hann telji að deilurnar um þetta mál hafi verið deilur um keisarans skegg því niðurstaðan hefði orðið sú sama hvort sem samið hefði verið eður ei.