Sjálfstæðisflokkurinn vill einkarekið heilbrigðiskerfi. Samfylkingin hefur haft innan sinna vébanda aðila sem eru sama sinnis og má þar nefna Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann flokksins.
Birtist í Morgunblaðinu 29.05.07.Björgvin Björgvinsson stjórnandi kynferðisbrotadeildar lögreglunnar segir að lögreglan þurfi „lagalegar forsendur“ til að bregðast við ýmsum alvarlegum ósóma á netinu.
Birtist í Morgunblaðinu 26.05.07.Nokkuð hefur verið rætt um valkosti um ríkisstjórnarmynstur eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar og hafa fjölmiðlar, sér í lagi Morgunblaðið, verið iðnir við að koma "sök" á okkur í VG fyrir að "klúðra" málum.
Öllum þeim sem annt er um að velferðarþjónusta landsmanna verði áfram almannaþjónusta en ekki færð út á markaðstorgið brá í brún þegar megináhersla á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda Alþingiskosninganna var að færa heilbrigðiskerfið yfir í einkarekstur.
Nýr félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, segir að við megum ekki stefna stöðugleikanum í hættu með aðgerðum í þágu fáækra! Þessar áherslur eru óhugnanlegar úr munni ráðherra Samfylkingar í upphafi stjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokki.
Birtist í Fréttablaðinu 22.05.07.Gætu menn ímyndað sér pólitískt hjónaband Margrétar Thatchers, fyrrum leiðtoga Íhaldsflokksins breska og forsætisráðherra Bretlands og Tony Blairs, leiðtoga breska Verkamannaflokksins og núverandi forsætisráðherra Bretlands? Við fyrstu sýn mundi slíkt ef til vill þykja fjarri lagi.