HVENÆR Á AÐ SKATTLEGGJA LÍFEYRISSJÓÐSGREIÐSLUR?
19.11.2024
Greinin birtist á visir.is 10.11.24.
Lengi hafa verið deildar meiningar um skattlagningu lífeyris. Ekki hvort eigi að skattleggja lífeyri heldur hvenær, við greiðslur í sjóðinn eða þegar greitt er úr honum.
Þegar ég gegndi formennsku í BSRB á árum áður vildum við þar á bæ að lífeyrisiðgjöldin yrðu skattlögð eins og aðrar tekjur okkar áður en þau rynnu inn í lífeyrissjóðinn. Fyrir bragðið yrðu greiðslurnar úr sjóðunum skattlausar svo og «ávöxtunin» sem ...