Í vikunni sat ég þing Evrópuráðsins í Strasbourg. Ég tók þátt í umræðum um nokkur málefni og var talsmaður vinstri flokkanna um fjórar skýrslur sem lágu fyrir þinginu.
Einsog við höfum gert að jafnaði hálfsmánaðarlega, hittumst við í Bítinu á Bylgjunni í morgun við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og ræddum ýmsar brennandi spurningar þjóðmálaumræðunnar.. Í morgun, var rætt um tvískinnung í umræðu um vaxtamál, undarlegan málflutning Evrópusinna á hægri vængnum sem ráðgera stofnun stjórnmálaflokks, kvótavæðingu íslenskrar náttúru, verkfall flugvirkja og hleranir.
Hugsanlega er það vankunnátta mín sem olli því að ég staldraði við frétt í Fréttablaðinu á þriðjudag. Þar segir frá því að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra og Paul LePage, ríkisstjóri Maine í Bandaríkjunum, hafi skrifað undir samkomulag um aukið samstarf á milli Maine og Íslands: . . "Samkvæmt samkomulaginu verður unnið að því að efla viðskiptatengsl Íslands og Maine meðal annars með áherslu á orkumál, viðskiptaþróun, samgöngur, nýtingu náttúruauðlinda og menningarmál.
Birtist í DV 10.06.14.. Einkaeignarréttinum eru settar ákveðnar skorður hvað náttúruna áhrærir. Þannig getur landeigandi ekki meinað neinum að njóta náttúruundra þótt hann eigi landið sem að þeim liggur.