Hinn 4. október 1984 hófst verkfall opinberra starfsmanna innan BSRB og stóð það í 27 daga. Reyndar fjórum dögum betur hjá starfsmönnum Ríkisútvarpsins sem lögðu niður vinnu 1.
Birtist í Fréttablaðinu 27.10.14.Í sumar lagði einstaklingur, sem hefur verið háður fjárhættuspilum, fram kæru á hendur rekendum spilakassa og íslenska ríkinu fyrir að valda honum ómældu fjárhagslegu og heilsufarslegu tjóni með því að nýta sér veikleika hans í ábataskyni.
Í gær sunnudag fóru fram þingkosningar í Úkraínu. Sveitir eftirlitsmanna, innlendra og erlendra, fylgdust með kosningunum og var ég ásamt Karli Garðarssyni, alþingismanni, á vegum þings Evrópuráðsins sem þarna var með all nokkurn hóp þingmanna í samvinnu við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE/OSCE.
Birtist í DV 24.10.14.. Þegar ég steig fyrst inn á vettvang Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, þar sem ég síðar átti eftir að gegna formennsku á þriðja áratug, kynntist ég mörgum mætum lögreglumönnum.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráherra, er fundvís á leiðir til að láta gott af sér leiða. Hann hefur greinlega fylgst með umræðunni um "skýrslu Ögmundar"sem Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra kallar svo, en það var stöðuskýrlsa um löggæsluna sem gerð var á árinu 2012.
Yfirlýsing vegna vopnakaupa lögreglunnar. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra hefur gengið fram fyrir skjöldu, fyrir hönd ráðherra og ríkislögreglustjóra, í fjölmiðlum til að réttlæta ákvarðanir um að koma hríðskotabyssum fyrir í almennum lögreglubílum.. . Skýring hans er sú að engin eðlisbreyting á vopnaburði lögreglumanna eigi sér stað með þessu.
Mig langar til að trúa því að Viðskiptablaðið vilji vera sanngjarnt í umfjöllun sinni. Líka í málum þar sem blaðið hefur ríkar skoðanir, öndverðar við þær sem fjallað er um.