MIKIL VIÐBRÖGÐ VÍÐA AÐ TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE
27.12.2021
Fréttir af mótmælum við breska sendiráðið 21.,22, og 23. desember sl. gegn framsali Julian Assange, stofnanda fréttaveitunnar Wikileaks, til Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli. Þessi mótmæli falla sem mósaík inn í mótmælaöldu víða um heim og hafa fréttir af þeim ratað víða. Viðvera Kristins Hrafnssonar, núverandi aðalritstjóra Wikileaks, við mótmælastöðuna léðu henni aukið vægi. Bar hann fundinum sérstaka kveðju Julian Assange en bréfið til sendiherra Bretlands á Íslandi hafði verið lesið fyrir hann. Fréttablaðið og Morgunblaðið gerðu mótmælastöðunni góð skil og Stöð 2 var með ítarlega fréttaskýringu. Á vefsíðu Ríkisútvarpsins var einnig fjallað ítarlega um málið ...