20.09.2007
Ögmundur Jónasson
Á Íslandi í dag dásama menn útrásina svokölluðu og hrópa ferfalt húrra fyrir auðmönnum sem gefa milljarð „úr eigin vasa“ í Háskólann í Reykjavík. Voru það ekki annars eitt þúsund milljónir sem Róbert Wessman var að láta af hendi rakna? Menntamálaráðherra segir að þetta sé framtíðin og rektor Háskóla Íslands tekur undir. Sem bakrödd í þessum kór, sem nú syngur óð til auðmagnsins, birtist síðan bankastjóri Landsbanka Íslands á síðu 13 í mánudags-Mogga og segir okkur að það „kunni að reynast óhjákvæmilegt fyrir íslensk fjármálafyrirtæki að taka upp ensku sem vinnumál í höfuðstöðvum sínum á Íslandi“.