28.12.2004
Ögmundur Jónasson
Á valdatíma Jeltsins Rússlandsforseta var einkavætt af miklum móð í Rússlandi. Ekki nóg með það, ýmsir nánir samstarfsmenn forsetans og þeirra fylgilið sölsaði einkavæddar eignir ríkisins undir sig og fóru þar framarlega í flokki Khodorkovskí, sem nú hefur verið sakaður um stórkostleg skattsvik og annað misferli og situr fyrir bragðið í fangelsi, Berzovsky sem hröklaðist í útlegð og Abramovits, eigandi fótboltaliðsins Chelsea og vinur ónefnds búanda á Bessastöðum á Álftanesi (sjá hér: http://www.ogmundur.is/news.asp?ID=658&type=one&news_id=1303).Nú eru rússnesk stjórnvöld að reyna að ná einhverju af hinum stolnu eignum til baka til þjóðarinnar.