Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Maí 2019

AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

AFSTÆÐI TÍMA OG ALDURS: NÝSTÚDENTAR ÁVARPAÐIR

Í morgun ávapaði ég fyrir hönd fimmtíu ára stúdenta Menntaskólans í Reykjavík stúdentahópinn sem nú útskrifast. Ég var í góðum félagskap því Páll Bergþórsson ávarpaði fyrir hönd sjötíu og fimm ára stúdenta, eldhress enda ekki langt síðan hann vakti þjóðarathygli fyrir frækið fallhlífarstökk! Alltaf gaman að hlusta á Pál Bergþórsson. Eftirfarandi er mitt ávarp ...
ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

ÞINGRÆÐIÐ VEGUR AÐ LÝÐRÆÐINU

Hin langa umræða um markaðsvæðingu raforkunnar á Íslandi er ekki það versta sem hent hefur á Alþingi Íslendinga.  Þvert á móti er margt jákvætt við hana. Hún sver sig í langa hefð um andóf minnihluta á þingi gegn umdeildum lagafrumvörpum þingmeirihluta. Ég nefni ...
MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

Á sunnudag var tekin ákvörðun um að ljúka mótmælasvelti innan og utan tyrkneskra fangelsismúra til að krefjast þess að einangrun Öcalans, leiðtoga Kúrda, yrði rofin.   Hann hafði ekki fengið að hitta lögmenn sína í átta ár þegar heimild var veitt fyrir stuttum fundi 2. maí síðastliðinn.   Það nægði ekki til að nær sjö þúsund þátttakendur í mótmælasveltinu létu af mótmælunum en eftir að annar fundur var heimilaður 22. maí sl. barst afdráttarlaus áskorun frá Öcalan um að mótmælunum yrði hætt enda árangur náðst! Athyglisvert er að ...
ÓGNAR KOLEFNISJÖFNUN NÁTTÚRU ÍSLANDS?

ÓGNAR KOLEFNISJÖFNUN NÁTTÚRU ÍSLANDS?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 25/26. Orð dagsins er kolefnisjöfnun. Nú síðast hjá sjálfri þjóðkirkjunni. Í vikunni kom fram að hún ætlar að kolefnisjafna sjálfa sig eins og það heitir. Þetta er prýðilegt. Jákvæður vilji og svo umræðan um málefnið hefur án efa áhrif á breytni okkar til góðs. Það eru hinar stífu formúlur og kerfi sem hins vegar er ástæða til að gjalda varhug við. Siðareglur alþingismanna koma upp í hugann. Það sést strax og á að fara að beita þeim. En er þá umræðan um kolefnisjöfnun mikilvægari en jöfnunin sjálf? Umræðan er  ...
ÁVARP Á AUSTURVELLI UM ORKUPAKKANN

ÁVARP Á AUSTURVELLI UM ORKUPAKKANN

Í gær, laugardag, komu saman fyrir framan Alþingishúsið á Austuvelli nokkur hundruð manns að mótmæla Orkupakka 3 og þar með ásetningi ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis að geirnegla markaðsvæðingarstefnu Evrópusambandsins í orkumálum inn í íslenska framtíð.  Útifundurinn var “sjálfsprottinn”, að honum stóðu engin samtök heldur aðeins áhugasamir einstaklingar sem í mínum huga eiga lof skilið.  Ég var beðinn um að segja nokkur orð á fundinum og má lesa þau hér ...
SJÁUMST Á AUSTURVELLI KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

SJÁUMST Á AUSTURVELLI KLUKKAN TVÖ Á LAUGARDAG

Ef til vill verða bara þau sex að mótmæla Orkupakka 3 á Austurvelli klukkan tvö á morgun. Þó held ég ekki. Ég held það verði fleiri. Ef þau koma öll sem eru á þessari mynd ásamt þeim tugum, ef ekki hundruðum, sem komu saman á sama stað á fimmtudag klukkan fimm þá losa mótmælendur einhverja tugi jafnel hundruð á morgun. Svo verður að minnsta kosti einn til viðbótar. Ég veit það því sá er ég. Ég ætla nefnilega að mæta. Ég hef heyrt að Ómar Ragnarsson komi líka og Erpur og kannski líka ... þú? Endilega: Austurvöllur laugardagur klukkan tvö.
ER ALÞINGI AÐ VERÐA ÓNÆMT FYRIR ÞJÓÐINNI?

ER ALÞINGI AÐ VERÐA ÓNÆMT FYRIR ÞJÓÐINNI?

Í gærkvöldi hlustaði ég á umræðu á Alþingi um orkumálin. Ég hætti að hlusta um miðnættið þegar forseti hafði lýst því yfir að þingfundi yrði senn slitið – aðeins örfáar ræður enn. Við þetta var ekki staðið og umræðan keyrð áfram alla nóttina. Varð mér hugsað til fyrri tíma. Það geri ég líka þegar ég heyri umræðuna kallaða málþóf. En hvað skyldu menn vilja kalla það þegar stjórnendur þingsins standa ekki við gefin fyrirheit? Sitthvað sérkennilegt var sagt við þessa umærðu. Þar á meðal voru ræðuhöld um harðstjórn, nasisma og fasima. Ég saknaði þess að ...
HVERNIG ÉG MYNDI EINKAVÆÐA RAFORKUKERFIÐ

HVERNIG ÉG MYNDI EINKAVÆÐA RAFORKUKERFIÐ

Birtist í Morgunblaðinu 15.05.19. ...  Þetta er ekki frum­leg hugs­un af minni hálfu því ná­kvæm­lega þess­um ráðum hef­ur Evr­ópu­sam­bandið og svo, því miður, rík­is­stjórn Íslands fylgt. Þetta verður auglóst þegar fram­vind­an er gaum­gæfð. Þar kem­ur ekk­ert á óvart nema að ekki hefði ég trúað því að óreyndu að Vinstri­hreyf­ing­in grænt fram­boð væri kom­in á þann stað sem hún er nú! Menn hljóta að spyrja hvort til standi að breyta nafn­inu í Hreyf­ing­in, fram­boð? Þá þyrfti líka að breyta skamm­stöf­un­inni á heiti flokks­ins til sam­ræm­is ...
FUNDAÐ Í STRASSBORG UM FEBRÚARHEIMSÓKN TIL TYRKLANDS

FUNDAÐ Í STRASSBORG UM FEBRÚARHEIMSÓKN TIL TYRKLANDS

... Í vikunni fór ég til Strasborgar ásamt einum öðrum þáttakanda úr Imrali sendinefndinni og áttum við fundi með fulltrúum framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Thorbjörns Jaglands og síðan fulltrúum CPT nefndarinnar sem hefur með höndum að sinna eftirliti með því að ýmis grundvallaratriði séu virt í fangerlsum, svo sem aðgangur að lögmönnum. Enda þótt ég færi til Strassborgar í umboði Imrali sendinefnadarinnar fór ég til Strassborgar á eigin vegum og ekki kostaður af neinum. Hér er frásögn af framangreindum fundum okkar Connors Hayes í vikunni Strassborg ...
ÞEGAR VOPNIN ERU KVÖDD

ÞEGAR VOPNIN ERU KVÖDD

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 11/12.05.19. ... Annar maður sem einnig var fangelsaður fyrir að leiða hryðjuverkasamtök er tyrkneski Kúrdinn Abdullah Öcalan.  Hann hefur nú setið í einangrun, einnig á eyju eins og Mandela, Imrali-eyju, í 20 ár, síðustu ár í algerri einangrun.   Fyrir fáeinum dögum fékk hann að hitta lögfræðinga sína í fyrsta skipti í átta ár. Þessi heimsókn hefur ekki orðið til þess að þær þúsundir, innan og utan fangelsismúra í Tyrklandi og víðar, hafi hætt ...