10.05.2013
Ögmundur Jónasson
Þegar ég kom til starfa í ráðuneyti dómsmála og mannréttinda, síðar Innanríkisráðuneyti, eftir sameiningu við ráðuneyti samgöngu- og sveitarstjórnarmála, þá nefndi ég strax tvo málaflokka sem ég vildi taka á hið snarasta með það fyrir augum að ráðast í lagabreytingar.. Annars vegar vildi ég setja reglur um spila-vítisvélar og happdrætti sem væru þannig úr garði gerðar að við væri unandi og sæmilegur sómi að - en eins og sakir standa búum við hér á landi við eitt lakasta regluverk sem þekkist.