25.07.2016
Ögmundur Jónasson
Mikil og að mestu leyti jákvæð viðbrögð hafa orðið við grein sem ég skrifaði síðastliðinn miðvikudag í Fréttablaðið um einelti Samkeppniseftirlitsins á hendur Mjólkursamsölunni, en sem kunnugt er vill Samkeppniseftirlitið sekta MS um nær hálfan milljarð fyrir - að því er ég fæ best séð - að fara að þeim lögum sem Alþingi hefur sett mjólkuriðnaðinum! Engin niðurstaða er fengin í þetta makalausa kærumál og er ekki ólíklegt að úrskurðaraðilar sendi þessa fráleitu kröfu aftur til föðurhúsanna.