Fara í efni

Greinar

EKKI  MÁLEFNI HELDUR PARTÝHALD TEFUR VIÐRÆÐUR

EKKI MÁLEFNI HELDUR PARTÝHALD TEFUR VIÐRÆÐUR

Tvennt vekur athygli í fréttum af stjórnarmyndunar- viðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í fyrsta lagi hinir miklu kærleikar sem tekist hafa með formönnum flokkanna og birtast þjóðinni í innilegum kossum í tíma og ótíma.
HVER ERU HIN HAMINGJUSÖMU?

HVER ERU HIN HAMINGJUSÖMU?

Parið á myndinni ber það með sér að það er hamingjusamt – sennilega léttölvað eftir fjöruga næturstund. Ástin leynir sér ekki, það liggur við að maður heyri heit hjörtun slá í takt.
GRÆNN FLOKKUR OG RAUÐUR

GRÆNN FLOKKUR OG RAUÐUR

Laugardagsleiðari Morgunblaðsins er sérstakur fyrir ýmissa hluta sakir. Fyrir það fyrsta er þar agnúast út í Steingrím J.
AFSLÁTTUR Í FORGJÖF?

AFSLÁTTUR Í FORGJÖF?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur það í hendi sér að reyna myndun ríkisstjórnar með þátttöku VG og Framsóknar auk hennar eigin flokks.
ÞAÐ ER ENNÞÁ HÆGT!

ÞAÐ ER ENNÞÁ HÆGT!

Í dag slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Áður hafði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, gert samkomulag við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingar um að reyna stjórnarmyndun.ISG gefur í skyn að helst hefði hún viljað stjórn með VG og Framsókn.
VALKOSTIR VIÐ STJÓRNARMYNDUN

VALKOSTIR VIÐ STJÓRNARMYNDUN

Ef stjórnarflokkarnir hefðu misst meirihluta á Alþingi hefðu stjórnarandstöðuflokkarnir, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn gengið til viðræðna um stjórnarmyndun.

AUGLÝSINGAR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS EKKI Í SAMRÆMI VIÐ VERULEIKANN

Birtist í Morgunblaðinu 12.05.07.Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir að ungt fólk hafi aldrei haft það betra og að flokkurinn muni tryggja áframhaldandi stöðugleika með traustri efnahagsstjórn.
ÞAÐ ER OKKAR AÐ VELJA

ÞAÐ ER OKKAR AÐ VELJA

Í áhrifaríkri útvarpspredikun sunnudaginn 29. apríl vék séra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfirði að þeim átakamálum sem setja svip á stjórnmálaátök líðandi stundar.
HAFA MENN NOKKUÐ GLEYMT?

HAFA MENN NOKKUÐ GLEYMT?

Hafa kjósendur nokkuð gleymt Kárahnjúkadeilunni, svikunum við aldraða og öryrkja, einkavinavæðingunni, S-hópnum, Íraks-innrásinni, biðlistunum á hjúkrunarstofnanir og skattamismununinni?Hafa menn nokkuð gleymt því að á undanförnum 12 árum hafa komið brestir í velferðarkerfið vegna stjórnvaldsaðgerða? Hafa menn nokkuð gleymt því að eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þurrkaði út félagslega þætti húsnæðislöggjafarinnar er útilokað fyrir efnalítið fólk að eignast húsnæði – slíkir eru okurvextirnir - eða leigja á rándýrum markaði því húsaleigubæturnar hafa verið frystar?Hafa menn nokkuð gleymt því að gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu hefur aukist jafnt ogt þétt með þeim afleiðingum að efnalítið fólk veigrar sér við því  að leita lækninga? . Hafa menn nokkuð gleymt því að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa skert barnabætur um milljarða króna á stjórnartíma sínum?Hafa menn nokkuð gleymt því að þúsundum einstaklinga hefur verið útskúfað úr samfélaginu vegna fátæktar? Það á ekki aðeins við um öryrkja og aldraða.

MENNING OG LÝÐRÆÐI

Birtist í Morgunblaðinu 11.05.07.Í byrjun marsmánaðar birtist í Blaðinu viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir átti við fráfarnadi forstöðumann Listasafns Íslands, Ólaf Kvaran.