ALCAN OG SAMFYLKINGIN UM ÁSTINA Á ÁLVERUM OG LÝÐRÆÐI
21.06.2007
Ekki veit ég hver á metið í ótrúlegum yfirlýsingum þessa dagana Michel Jacques, forstjóri Alcans, sem belgdi sig út í fjölmiðlum og talaði niður til Íslendinga um áform auðhringsins hér á landi, bæjarstjórinn í Hafnarfirði Lúðvík Geirsson, sem Michel þessi segir hafa hvatt Alcan til að stækka álverið á landfyllingu og komast þannig framhjá lýðræðislegri niðurstöðu Hafnfirðinga eða þá forseti bæjarstjórnar og flokksbróðir Lúðvíks í Samfylkingunni, alþingismaðurinn Gunnar Svavarsson.