Fara í efni

Greinasafn - Greinar

Nóvember 2021

MÆLI MEÐ EINARI MÁ

MÆLI MEÐ EINARI MÁ

... Sagan   Skáldleg afbrotafræði   er sannsöguleg sem kallað er, byggð á heimildum að nokkru leyti. Skáldskapurinn held ég þó að sé engu síður sannur en heimildirnar, komist jafnvel nær sannleikanum en þær gera. Þannig eru góðar bókmenntir. Gefa lesanda innsýn í þætti mannlífsins sem hann hafði ekki komið auga á. Ég leyfi mér að halda því fram að með því að stúdera skáldlega afbrotafræði undir handleiðslu þessa fyrrum verðlaunahafa Norðurlandaráðs megi öðlast betri söguskilning á fyrstu áratugum 19. aldar en maður áður hafði ...
ALLT Á NIÐURSETTU VERÐI

ALLT Á NIÐURSETTU VERÐI

Merkilegt hvað heimurinn er mikil hópsál. Það er að segja ef enginn spyrnir á móti og leyfir sér þann munað að halda í smá dómgreind. Lætur ekki berast með straumnum í hugsunarleysi eða fylgispekt. Þetta á jafnt við á markaðstorginu sem í stjórnmálum ... En það fer vel á því að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar framboðs á þessari helgi þar sem allt er á niðursettum prís.
HVORT EIGA KERFI EÐA MENN AÐ STJÓRNA?

HVORT EIGA KERFI EÐA MENN AÐ STJÓRNA?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.11.2021. Einhverjum kann að finnast spurningin byggja á ranghugsun. Kerfi verði ekki til af sjálfsdáðum. Kerfi og stýrimódel séu mannanna verk. Þess vegna séu það alltaf á endanum menn sem stjórni. Nokkuð er til í þessu nema hvað stýrimódelin geta hæglega tekið völdin, náð yfirhöndinni. Og það sem meira er, ekki er það alltaf harmað. Það er erfitt að reka heilbrigðisþjónustu í öllum sínum margbreytileika. Og fyrir fjárveitingarvald getur það ...
SKYLDULESNING EFTIR JÓN KARL STEFÁNSSON

SKYLDULESNING EFTIR JÓN KARL STEFÁNSSON

Jón Karl Stefánsson skrifar fróðlega en jafnframt hrollvekjandi grein um stöðu og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins í  Stundina.   Greinin ætti að vera mitt á viðræðuborðinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar og ekki ljúka viðræðum fyrr en sammælst hafi verið um að efla heilbrigðiskerfið og segja jafnframt skilið við einkavæðingu þess. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - flokk einkavæðingar - er óafsakanlegt án slíkrar niðurstöðu auk þess sem allir flokkar, einnig VG þurfa að horfa gagnrýnið í eigin barm.  Það er ástæða til færa Jóni Karli ... 
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR  OG VG EIGA EKKI AÐ VERA SAMAN Í RÍKISSTJÓERN NEMA …

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR  OG VG EIGA EKKI AÐ VERA SAMAN Í RÍKISSTJÓERN NEMA …

… ef vera skyldi í Móðuharðindum eða heimsstyrjöld. Covid dugir ekki til. Þar verður samstaða þjóðarinnar til óháð Stjórnarráðinu. Það sem Covid hefur hins vegar gert er að drepa á dreif og dylja undanslátt stjórnarflokkanna gagnvart loforðum sínum við kjósendur – það kallast málamiðlun, hljómar betur. Samkvæmt mínum skilningi hefur sú málamiðlun á nýliðnu kjörtímabili fyrst og fremst verið á kostnað félagslegra vinstri sjónarmiða. Það á við um markaðsvæðingu orkunnar, einkavæðingu og einkaframkvæmd víðs vegar um kerfið, eignasöfnun í landi, aðgangur seldur að þjóðgarði og náttúru, kvótakerfið styrkt í sessi ...
Á BARÁTTUDEGI GEGN EINELTI

Á BARÁTTUDEGI GEGN EINELTI

Hinn 8. nóvember er helgaður baráttu gegn einelti. Sá siður hefur verið að festast í sessi að hringt sé bjöllum og bílflautur þeyttar klukkan tólf á hádegi til að minna á ábyrgð okkar allra í að kveða niður einelti sem því miður þrífst allt um kring og veldur ómældri óhamingju. Í átta ár – frá 2012 til 2019 skrifuðum við Helga Björk Grétu- Magnúsardóttir saman grein til birtingar í blöðum á þessum baráttudegi gegn einelti. Árið áður en við ...
LÁTIÐ REYNA Á ÍBÚALÝÐRÆÐI

LÁTIÐ REYNA Á ÍBÚALÝÐRÆÐI

Birtist í helgarblaðí Morgunblaðsins 06/07.11.21. Fyrir stuttu síðan gekk ég sem oftar út á Suðurgötuna í Reykjavík, geri það nær daglega. Þá sá ég að í graseyjuna á milli akreina götunnar höfðu verði grafnar holur með jöfnu millibili. Sú spurning vaknaði hvort verið gæti að til stæði að setja niður tré þarna? Þar sem ég hef mjög ákveðna skoðun á mikilfengleik og fegurð Suðurgötunnar ákvað ég að kanna hversu djúpt ristu yfirlýsingar borgarfulltrúa um grenndarkynningu, samráð og íbúalýðræði.  Nú kann vel að vera að fyrir því sé almennur vilji að fá þarna ...
NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ

NORÐURLANDARÁÐ: SINNULEYSI OG SVIK VIÐ MÁLSTAÐ

...  Í þessum erindagjörðum var Stoltenberg framkvæmdastjóra NATÓ boðið sem sérstökum heiðursgesti á þing Norðurlandaráðs. Hann fór orðum um vaxandi ógnir og tilheyrandi öryggisleysi og svo kom áminningin um hvernig mætti tryggja frið og öryggi. Það gerði NATÓ og Evrópusambandið! ...