ERUM VIÐ Á LEIÐ Í BAÐSTOFUNA AFTUR?
27.02.2021
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.02.21. Að mörgu leyti fer heiminum fram. Við fáum lækningu meina sem áður voru ólæknandi, komumst á milli staða, nánast óháð vegalengdum, tálmunum og torfærum, höfum aðgang að upplýsingaveitum sem á sekúndubroti opna þekkingarhirslur alls heimsins upp á gátt; við fáum heilu bækurnar lesnar í eyra okkar án þess að þurfa að hafa hið minnsta fyrir því og það sem meira er, ef við viljum nýta tíma okkar til hins ítrasta, þá er hægt að auka hraðann á lestrinum þannig að við náum að fá lesnar tvær bækur í eyrað á sama tíma og ...